Pysjurnar að koma

Svo virðist sem lundapysjurnar séu að yfirgefa holurnar þessa dagana. Þær eru talsvert seinna á ferðinni en í meðalári en þær pysjur sem hafa verið vigtaðar og mældar á Fiskasafninu hafa verið í nokkuð góðu ástandi. Þær eru talsvert þyngri en pysjurnar sem voru að finnast í fyrra og ekki er mikið um dúnaðar pysjur. […]
Guðbjörg Matthíasdóttir o.fl. selja hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni

Glitnir hefur samið um kaup á 39,8% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM). Seljendur eru félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, Sigríðar E. Zoéga, Geirs G. Zoéga auk aðila þeim tengdum. Eignarhaldsfélagið Kristinn ehf. sem er í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur mun eiga 9,0% eignarhlut í TM eftir viðskiptin. Gengi bréfa TM í viðskiptunum er 46,5 […]
Aðeins 44 kylfingar skráðir til leiks á síðasta stigamótið

Næst síðasta mótið á Kaupþingsmótaröðinni í golfi fer fram um næstu helgi í Vestmannaeyjum og verða leiknar 36 holur, 18 á laugardag og 18 á sunnudag. Það vekur athygli að í dag eru aðeins 33 karlar skráðir til leiks og 11 konur og hafa aldrei verið færri keppendur á stigamótum ársins. Forsvarsmenn Golfklúbbs Vestmannaeyja og […]
Bruggari handtekinn

Lögregla handtók í síðustu viku karlmann á þrítugsaldri fyrir landabrugg. Við húsleit á heimili hans fannst búnaður til bruggunar en einungis tveir lítrar af landa með um 40% vínandastyrkleika, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. (meira…)
Eldsupptök rakin til rafmagns

Eldsupptök eru rakin til rafmagns í sumarbústað Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, í Norðukotslandi í Grímsnesi síðast liðinn föstudag. Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki skilað endanlegri niðurstöðu en hallast að rafmagni frekar en öðru. (meira…)
Minnismerki afhjúpað í dag úti á Eiði

Í dag klukkan 16.00 verður afhjúpað úti á Eiði minnisvarði en það er Síminn sem gefur merkið. Öllum þeim sem áhuga hafa á að vera viðstaddir afhjúpun minnisvarðans eru hvattir til að láta sjá sig. (meira…)
Reyndi að bora út læsingu um miðjan dag

Um miðjan dag á laugardag var maður handtekinn þegar hann reyndi að komast inn í íbúð í Áshamri með því að bora út læsinguna. Taldi hann sig vera í rétti við athæfi sitt enda ætti sonur hans íbúðina en leigjandi íbúðarinnar hafði ekki greitt leiguna og vildi hann leigjandann út. Þar sem maðurinn fór ekki […]
Ungir ökumenn óábyrgir í umferðinni

Eins og áður hefur komið fram valt bifreið inn á Týsvöllinn að morgni laugardags. Eigandi bifreiðarinnar ók henni samkvæmt vitnum og var hann töluvert undir áhrifum áfengis. Eigandinn var aðeins 17 ára og hafði verið með ökuréttindi í heila tíu daga. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist töluvert. (meira…)
�?gnaði gestum með hnífi og braut rúðu í vitlausu húsi

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í síðustu viku. Meðal annars var lögreglan kölluð út rétt um miðnótt laugardags en þá hafði maður ógnað fólki með hnífi og brotið rúðu. Gaf maðurinn þá ástæðu að gestir á heimili hans hafi neitað að fara út og hafi það endað með átökum á milli hans […]
Gunnar Heiðar fær ekki háa einkunn eftir fyrsta leikinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék í fyrsta sinn sem norska liðinu Vålerenga í gær er liðið sigraði Start, 3:2, á heimavelli á Ullevaal í Ósló. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga en Jóhannes Harðarson var í leikmannahópi Start en kom ekki við sögu. Gunnar Heiðar fór af leikvelli á 66. mínútu en hann fær ekki […]