Fóru yfir helstu þætti fjarvöktunarkerfisins Dignio

IMG 9874 2

Nýverið var haldinn fræðsludagur fyrir hjúkrunardeildarstóra heilsugæslna HSU á vegum Öryggismiðstöðvarinnar. Þar var farið var yfir helstu þætti fjarvöktunarkerfisins Dignio. Heilbrigðisstofnun Suðurlands var fyrsta stofnunin á Íslandi sem innleiddi Dignio kerfið í fjarheilbrigðisþjónustu í sína heimahjúkrun í samvinnu með Öryggismiðstöðinni. Margrét Björk Ólafsdóttir og Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni Selfossi hafa haldið utan um […]

Í hverju var endurskoðunin fólgin?

ellidaey_isl

Á fimmtudaginn sendi óbyggðanefnd frá sér yfirlýsingu vegna endurskoðaðra þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra. Endurskoðunin er vegna eyja og skerja umhverfis landið. Meðal krafna eru að ríkið eignist allar úteyjarnar í Vestmannaeyjaklasanum. Sjá einnig: Ríkið ásælist enn úteyjarnar Jóhann Pétursson er annar tveggja lögmanna Vestmannaeyjabæjar í málinu. Hann segir í samtali við Eyjafréttir að það jákvæða […]

Frá heilsugæslu HSU í Eyjum

hsu_inng_nyr

Í tilkynningu frá heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar er bæjarbúum þakkað fyrir almennt góðar viðtökur við breyttu aðgengi að heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta þjónustuna með því að beina erindum í réttan farveg, auka framboð bókanlegra tíma, stytta biðtíma og draga úr álagi starfsfólks. Nú sem […]

Ríkið ásælist enn úteyjarnar

2vestmannaeyjar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar. Þar er m.a. að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óbyggðanefnd. Þar segir ennfremur að sett hafi verið sett upp kortasjá um kröfurnar. […]

Samið um flug til Eyja

Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf

Vegagerðin hefur samið við Mýflug ehf. um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja mánuðina desember til febrúar. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að boðin hafi verið út flugleiðin Reykjavík – Vestmannaeyjar í júní síðastliðinum og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf.  Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 108 m.kr. fyrir þriggja ára tímabil.  Um […]

Allra Veðra Von hljómsveitarkeppni

Hljómsveitarkeppnin Allra Veðra Von verður haldin laugardaginn 12. október í Höllinni, þar sem rokkhljómsveitir munu etja kappi og keppa um verðlaunasæti. Sú hljómsveit sem hreppir fyrsta sætið mun vinna sér inn tveggja daga stúdóupptökur. Sérstakir gestir kvöldsins verða þungarokks hljómsveitirnar Devine Defilement og Casus, en Casus kom síðast fram á Allra Veðra Von árið 2006 […]

Skulu upplýsa um launakjör framkvæmdastjóra

hog_herj_21

Í lok september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli er varðar ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum fram­kvæmda­stjóra félagsins og út­gerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögn­in féllu undir 1. málsl. 1. mgr. […]

Niðurgreiðsla ríkisins hækkar

HS_veitur_24_20240226_144125

Niðurgreiðsla ríkisins á vatni frá kyntum hitaveitum hækkar frá og með 1. október og á það við um viðskiptavini HS Veitna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins segir að áskoranir hafi verið í rekstrinum tengt auknum orku- og flutningskostnaði til framleiðslunnar. Segir ennfremur að yfir 90% af kostnaði við heitavatnframleiðslu séu orkukaup og hefur […]

Jóný hannar Hljómeyjarplattann

Síðastliðið vor þegar undirbúningur Hljómeyjar var í fullum gangi kom upp sú hugmynd af færa þeim húsráðendum sem hafa opnað stofur sínar þakklætisvott fyrir þeirra framlag til Hljómeyjar-hátíðarinnar. Hljómeyjarbræður fóru af stað og hittu listakonuna Jóný til að bera undir hana hvort við gætum unnið saman til að útbúa einstakt listaverk fyrir hvern og einn. […]

80% hækkun á Eyjamenn á fimm árum

Sjóvarmadælan02

Rafkyntar fjarvarmaveitur, sem nota rafmagn eða eldsneyti til að hita vatn til sölu um dreifikerfi veitunnar, eru reknar af Orkubúi Vestfjarða, RARIK á Seyðisfirði og HS Veitum í Vestmannaeyjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn í byrjun sumars um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.