Opna fyrir lóðaumsóknir eftir viku

Nú fer að líða að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því nokkur praktísk atriði sem ber að hafa í huga. Þá má nefna lóðaumsóknir fyrir hústjöldin, en opnað verður fyrir þær eftir viku, mánudaginn 22. júlí. Sótt er um lóð á dalurinn.is   (meira…)

Blaðamenn á landsbyggðinni mikilvægur hlekkur í lýðræðissamfélagi

„Um helgina fór fram ráðstefna í Vestmannaeyjum í tilefni þess að Eyjafréttir fagna fimmtíu ára afmæli um þessar mundir, en miðillinn hefur nú verið sameinaður eyjar.net. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða hvernig efla megi héraðsfréttamiðla á Íslandi en staða þeirra hefur veikst á undanförnum árum og áratugum. Í dag eru stór landssvæði á Íslandi þar […]

Sól í kortunum

Það er útlit fyrir sól á nær öllu landinu á morgun, mánudag. Eftir þungbæra daga í Eyjum þykja þessi tíðindi bæði fréttnæm og kærkomin. Þá er bara að vona að spáin standist og að sú gula láti sjá sig. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er talað um tiltölulega hægan vind á morgun og […]

Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og sviptur réttindum

Skipstjóri fraktskipsins Longdawn, Eduard Dektyarev, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Stýrimaðurinn Alexander Vasilyev hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skipið átti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu 52 sl. maí. Þetta segir í dómi frá Héraðsdómi Reykjaness sem var kveðinn upp fyrir helgi. Ákærðu komu fyrir dóm við þingfestingu máls og […]

Siðferðislega rangt að skella skuldinni á bæjarbúa

Eins og áður hefur komið fram ákvað bæjarráð á fundi sínum 3. júlí sl. að fela lögmönnum sínum, í samvinnu við HS veitur, að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni, Huginn ehf og VÍS til greiðslu fullra bóta fyrir tjónið á neysluvatnslögn 3 sem tjónaðist alvarlega nú í vetur. Afhendingartími á sambærilegri vatnslögn er ekki mögulegur […]

Leita til umboðsmanns Alþingis

Á síðasta fundi bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir enn eina ítekunina við Orkustofnun um að fá rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til gundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar sl. hefur ekkert svar borist. Niðurstaða var að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda […]

Bærinn niðurgreiðir skólamáltíðir að fullu

Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag að lækka gjaldskrár er snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum, og að boðið verði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna frá hausti. Lækkanir á gjaldskrám tekur að lækka frá og með 1. ágúst nk. Bæjarráð hafði áður tekið fyrir á fundi þess 3. júlí sl. áskorun frá Sambandi íslenskra […]

Fyrirtæki í landeldi sem vert er að fylgjast með

Eyjafréttir 50 ára – Kveðja frá 5 ára Laxey: Það er í raun merkilegra en hægt er að gera sér í grein fyrir að í 50 ára afmælisblaði Eyjafrétta skuli vera pistill um fyrirtæki sem er ekki orðið 5 ára. Það er gömul tugga, en sönn að lífið heldur áfram og það heldur einnig áfram […]

Viljum láta verkin tala

segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar Fyrirtækið er með gott fólk sem vinnur vel saman og leysir öll þau verkefni sem upp koma. Síldarvinnslan hf. festi kaup á útgerðarfélaginu Bergi – Huginn í Vestmannaeyjum árið 2012 og vöktu þau kaup bæði umtal og athygli. Bergur – Huginn er rótgróið fyrirtæki en það var stofnað árið […]

Sigurbjörg ÁR-67 lögð af stað

Sigurbjörg ÁR-67, nýtt skip Ísfélagsins lagði úr höfn fyrir stundu. Fyrsti áfanginn er að skipið leggst fyrir akkeri og bíður þess að fá afgreidda olíu. Þegar því er lokið hefst heimferðin sem, ef allt gengur að óskum, tekur um tvær vikur. Í áhöfn er níu íslenskir skipverjar og tveir tyrkneskir tæknimenn munu sigla með skipinu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.