Af vettvangi bæjarmálanna

Það er mér bæði ljúft og skylt að verða við áskorun eyjafrétta/eyjar.net um að skrifa meira um bæjarmálin, enda er ég sannarlega alls ekki farin að huga að framboði á öðrum vettvangi. Af vettvangi skipulagsmála Að mínu mati er skipulagning íbúðabyggðar í Löngulág forgangsmál í skipulagningu íbúðabyggðar. Mér hugnast ekkert sérstaklega að Vestmannaeyjabær sé að skipuleggja […]

Smá pæling

Gudni Hjoll Ads C

Jæja ágætu Eyjamenn. Nú er sumarið liðið og eins og gengur og gerist þegar gengur vel, þá er enginn að ræða samgöngumál. Nema kannski flugvöll í Hvassahrauni sem virðist vera aðalmálið í dag þrátt fyrir áhyggjur jarðvísindamanna. Það viðrar vel til siglinga og fer Herjólfur til Landeyjahafnar nær alla daga sem er verulega jákvætt. En […]

Óskar Ólafi Jóhanni velfarnaðar í starfi

OJ 20230804 142833

Á þriðjudaginn var greint frá því að búið væri að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Ólafur Jóhann Borgþórsson, tekur við starfinu um áramót af Herði Orra Grettissyni. Ólafur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, og þekkir því ágætlega til í nýju starfi. Hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag að starfið […]

Gefur ekki tilefni til verðlækkunar

kyndistodin

Í síðustu viku greindu Eyjafréttir frá því að HS Orka og Landsvirkjun hafi gert samning til næstu fjögurra ára. Samningurinn tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Í kjölfar tíð​indana sendu Eyjafréttir fyrirspurn til HS Veitna um hvað megi búast við mikilli verðlækkun fyrir notendur í Eyjum. Í […]

86 umsóknir bárust

default

Í vikunni rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 86 umsóknir, skiptast umsóknir í eftirfarandi flokka, menningarverkefni  og atvinnu- og nýsköpunarverkefni.  Í flokk menningarverkefna bárust 63 umsóknir og 23 umsóknir í flokka atvinnu- og nýsköpunarverkefnum. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga að allir umsækjendur muni […]

Seðlabankinn – Örlítið skref og varfærið

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að lækka stýri­vexti bank­ans um 0,25 pró­sentu­stig. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóv­em­ber árið 2020 sem Seðlabank­inn lækk­ar vext­ina og eru meg­in­vext­ir bank­ans  núna 9%. Hafa verið 9,25 frá því í ágúst á síðasta ári. Ástæðan er m.a. minni verðbólga sem mældist 5,4% í síðasta mánuði. Lítið […]

Rísum hærrra

landakirkja_safnadarh.jpg

Aglow samvera verður í kvöld, miðvikudag 2. október, kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Þar munu  nokkrar konur segja frá því helsta sem þær heyrðu og sáu á ráðstefnu um síðustu helgi, en yfirskrift  ráðstefnunnar var Rísum hærra. Þóranna  er nýkomin heim frá Kirgistan og Úsbekistan og mun hún segja nokkur orð um ferðina, en meira um það seinna. Allar konur eru […]

Prestur ráðinn til að stýra Herjólfi

Oli Joi Pn

Búið er að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. að Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn í starfið. „Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann […]

Sigurgeir og sonardóttirin slá saman

Sigurgeir Jónsson, fyrrum kennari, sjómaður og blaðamaður með meiru, hefur verið ötull í ritun bóka, eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og alls hafa komið út 13 bækur eftir hann langflestar á þessari öld. Nýjasta bók hans sem nú er að koma út heitir, Fyrir afa, nokkrar smásögur og er 14. bók hans. Flestar fjalla bækur […]

39 umsóknir bárust

Herj 24 IMG 6188

Nýverið rann út umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Í auglýsingunni kom fram að farið verði með umsóknir sem trúnaðarmál. Páll Scheving, stjórnarformaður félagsins staðfesti við Eyjafréttir að 39 umsóknir hefðu borist. Hann sagði að ástæða þess að stjórnin byði upp á trúnað til umsækjenda væri sú að það gæti hvatt fleiri áhugasama einstaklinga í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.