Ísfélag og Herjólfur bjóða hópferð á leikinn

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á laugardaginn kl. 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]

Felix framlengir

Felix Ibvsp

Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Felix hefur einungis leikið fyrir eitt félag á Íslandi, ÍBV, en hann hefur leikið 239 skráða KSÍ leiki og þar af 116 í efstu deild. Felix var á tíma á samningi hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vejle en þangað fór hann á […]

Hermann Þór semur til loka árs 2027

Knattspyrnumaðurinn Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027, þessi frábæri sóknarmaður hefur leikið vel með ÍBV í sumar og á stóran þátt í því að liðið er í toppsæti Lengjudeildarinnar fyrir síðustu umferðina sem fram fer á laugardag. Hermann er 21 árs og eftir að hafa skorað 13 […]

ÍBV á beinu brautinni

Eyjamenn eru komnir með annan fótinn í Bestu deild karla eftir að hafa unnið stórsigur á Grindavík 6:0 á Hásteinsvelli í dag. Slagurinn er á milli ÍBV og Fjöln­is sem berj­ast um topp­sætið í Lengjudeildinni þegar ein umferð er eftir. ÍBV situr í efsta sætinu með 38 stig og mæt­ir Leikni úr Reykja­vík í Breiðholt­inu […]

Unnar vann fyrsta stigamótið í snóker

Fyrsta stigamót vetrarins í snóker fór fram í Vestmannaeyjum í gær en þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem stigamót er haldið utan höfuðborgarsvæðisins. Unnar Bragason mætti Eyjamanninum Þorsteini Hallgrímssyni í úrslitaleik og hafði betur 2-1. Unnar byrjaði betur í leiknum og komst yfir með stuði upp á 69 stig. En Þorsteinn vann sig […]

ÍBV fær Grindavík í heimsókn – frítt inn

Eyja 3L2A1836

Næst síðasta umferð Lengjudeildar karla hófst í gær með leik nágrannana í Njarðvík og Keflavík. Lyktaði leiknum með markalausu jafntefli, sem kemur sér ágætlega fyrir ÍBV í toppbaráttunni. Eyjamenn eru því enn á toppi deildarinnar með 35 stig, jafn mörg og Keflavík sem hefur leikið leik meira. Þér er boðið á síðasta heimaleik sumarsins Í […]

Sigur gegn Gróttu

ÍBV vann í dag góðan útisigur á Gróttu í fyrstu umferð Olís deildar kvenna. Hjá ÍBV var Marta Wawrzykowska frábær í markinu. Hún varði 24 skot, meðal annars vítakast á síðustu mínútu leiksins þegar Grótta gat minnkað muninn í eitt mark. Leiknum lauk með tveggja marka sigri ÍBV, 21-23. Sunna Jónsdóttir var markahæst Eyjakvenna, með […]

Stelpurnar steinlágu í Kórnum

Eyja_3L2A2658

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fór fram í dag. Eyjastúlkur mættu HK á útivelli. LEikurinn var 18 mínútna gamall þegar HK hafði skorað fyrsta markið. Þær bættu svo við öðru marki skömmu fyrir leikhlé. Í byrjun seinni hálfleiks bættu heimastúlkur við tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili. Þær innsigluðu svo sigurinn með marki á 75 mínútu. Lokatölur […]

ÍBV mætir Gróttu á útivelli

Eyja_3L2A1373

Fyrsti leikurinn hjá kvennaliði ÍBV í Olís deildinni er í dag. Þá mæta þær liði Gróttu á útivelli. Leikurinn er annar tveggja sem háðir verða í dag. Deildin hófst á fimmtudaginn þegar Haukar rúllðu yfir Selfoss 32-20. Í gærkvöldi sigraði svo Fram lið Stjörnunnar örugglega, 33-22. Flautað verður til leiks í Hertz höllinni klukkan 14.00 […]

Deildin klárast hjá stelpunum

Eyja 3L2A5975

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 14.00. Þar á meðal er viðureign HK og ÍBV sem fer fram í Kórnum. Liðin tvö hafa að litlu að keppa nema stoltinu. HK í fjórða sæti með 27 stig, en ÍBV í því sjötta með 25 stig. Leikir dagsins: (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.