Florentina Stanciu, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt fyrir helgi, hefur verið kölluð í æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta. Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands kemur fram að sambandið bíði nú aðeins eftir því að fá leikheimild hjá Evrópska handknattleikssambandinu og rúmenska sambandinu en von er á heimildinni á næstu dögum.