Flugferðir til Vestmannaeyja verða tíðari og sætafjöldi meiri yfir verslunarmannahelgina. Þetta segir Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis.
„Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við verðum með fjölda ferða alla helgina. Stærsti dagurinn er á mánudaginn þegar við fljúgum alveg frá klukkan sjö um morguninn og fram á kvöld,“ segir Ásgeir.
„Það eru tíðari ferðir á mánudeginum og svo stærri vélar. Það verður svipaður ferðafjöldi föstudag, laugardag og sunnudag en meiri sætafjöldi.“
Ásgeir segir sölu flugferða ganga vel.
„Það fór hægt af stað en er að tikka mjög mikið upp þannig að við sjáum fram á mjög flotta flutninga þessa helgina.
„Við erum enn þá að bæta við ferðum og komum til með að bæta við enn fleiri ferðum, sérstaklega föstudag, laugardag og sunnudag. Við náum ekki fleiri ferðum á mánudeginum en það er enn þá töluvert af sætum laus, en þau fara hratt.“
Flugfélagið Ernir er eina flugfélagið með áætlunarflug til Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina, en svo virðist sem félagið nái vel að svara spurn eftir flugferðum.
Þá munu bæði nýi og gamli Herjólfur sigla frá Landeyjahöfn, en eldri Herjólfur mun sigla aukaferð klukkan 13 á föstudag til Vestmannaeyja og aðra ferð klukkan 11:30 á mánudag frá Vestmannaeyjum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.