Í skýrslu sem Ásta �?orleifsdóttir og Vilhjálmur Hilmarsson unnu fyrir Innanríkisráðuneytið og nefnist �??Félagsfræðileg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands�??, kemur fram að flug til Vestmannaeyja sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt.
Ástæðan sé sú að ferðir með Herjólfi séu hagstæðari kostur fyrir fólk og flugið eigi erfitt með að keppa við hann. Notkun á flugi hafi því minnkað töluvert og rekstur flugvallarins sé afar dýr. Fram kemur í skýrslunni að árlegur meðaltalskostnaður við Vestmannaeyjaflugvöll frá árinu 2003-2012, á verðlagi 2013, sé 146 milljónir króna. Í skýrslunni segir að hugsanlegar lausnir séu fólgnar í meiri hagkvæmni í rekstri vallarins.
Skýrsluhöfundar segja að forsendur flugleiðarinnar séu helstar hjá fyrirtækjum sem nota flugið talsvert og hjá ferðamönnum í dagsferðum. 20% Vestmannaeyinga fara 10 flugferðir á ári eða fleiri en hin 80% sjaldan. Mest nota Vestmannaeyingar flugið þegar þeir þurfa að leita eftir læknisþjónustu.
Sá flugvöllur sem skýrsluhöfundar telja þjóðhagslega hagkvæmastan, er Egilsstaðaflugvöllur.