�??Gaman að sjá hvernig allt gerist um borð�??
Sæþór Orrason er 14 ára og hefur farið fjórum sinnum á sjó með pabba sínum og tvisvar með afa sínum. Hann segist hafa verið 4 ára þegar hann fór fyrst á sjó, og var þá bæði með pabba sínum, Orra Jónssyni, vélstjóra og afa sínum, Birgi Á. Sverrissyni, skipstjóra. Sæþór segist sjaldan vera sjóveikur en þegar hann sé það harki hann það bara af sér og það sé alltaf skemmtilegt á sjónum.
�??Í fyrsta túrnum var pabbi vélstjóri á Vestmannaey VE 54 og afi skipstjóri. Við vorum úti í tvo daga í mikilli blíðu og ég var ekkert sjóveikur. Við frystum aflann og þrifum skipið, rétt fyrir utan Eyjar. Mér þótti þetta bæði spennandi og skemmtilegt og var því alveg til í að fara aftur,�?? segir Sæþór. Hann segir að sér þyki gaman að sjá hvernig allt gerist á sjó, allt frá því að vélstjórarnir setja í gang, veiðar hefjast og þegar afli kemur um borð. �??Svo er líka mjög gaman að vera á heimleið, þá eru allir um borð svo spenntir og glaðir,�?? segir hann. Sæþór hefur farið á frystitogara, nótarskip og trollara og segist hafa gaman að því að vera á þeim öllum þótt reynslan hafi verið ólík.
�?tlar að verða sjómaður
Við biðjum Sæþór að rifja upp eftirminnileg atriði úr túrunum og nefnir hann fyrst síldartúr sem hann hafi farið í með pabba sínum á Álsey VE 2 haustið 2010 og var þá bróðir hans með í för.,,�?etta var mjög skemmtilegur túr. Við fengum í skrúfuna og þurftum að fara á Grundarfjörð eina nótt og fá kafara til að koma. Við fórum út daginn eftir og fengum þá svo stórt kast að við gáfum öðru skipi líka og fórum síðan heim.�?? Sæþór nefnir líka makríltúr sem hann hafi farið í með afa Bigga á nýju Vestmannaey. �??Við fórum á tveggja báta troll með Bergey og það var mjög gaman að vera í brúnni með afa og sjá hvernig tveggja báta troll virkar,�?? segir hann. Síðasta sumar segist Sæþór svo hafa farið túr með afa sínum á bolfiskveiðar og átti það að vera stuttur túr í bongóblíðu fyrir vestan en það hafi ekki alveg gengið eftir. �??Við enduðum á Halanum í skítabrælu í fimm daga og það var svolítið þreytandi að vera á svo löngu stími og í brælu í ofanálag. �?ar fór ég hins vegar í fyrsta sinn í aðgerð með strákunum og það var mjög skemmtilegt.�?? Nú í lok nóvember fór Sæþór síðan með föður sínum á Álseynni í einn síldartúr á Breiðafirði sem reyndist alger brastúr. �??Við fórum af stað í rjómablíðu en svo var bræla alla fimm dagana. Við lágum við ankeri á Grundafirði og fórum svo að leita en lentum í brælustoppi á Stykkishólmi. Til að drepa tímann fórum við mikið í pílukast og kíktum upp í bæ með peyjunum. �?g málaði líka með pabba niðri í vél og fékk að setja í gang með vélstjórunum. Túrinn endaði samt illa, nótin rifnaði og við urðum að fara til Eyja og skipta um nót, með engan afla, og er það í fyrsta sinn sem ég lendi í því. �?að var hins vegar mjög gott að koma heim eftir veltinginn í Faxaflóanum.�??
Sæþór segist vera heppinn að eiga pabba og afa sem eru sjómenn og eru í þannig aðstöðu að geta tekið hann með sér, því það sé alls ekki tilfellið fyrir öll sjómannsbörn. Sæþór segist langa til þess að verða sjómaður í framtíðinni, �??Mig langar til þess að verða vélstjóri, eins og pabbi.�??
Viðtalið birtist í �?tvegsblaðinu