Foreldrar hvattir til að gæta að yngstu vegfarendunum

Lögregla bendir Vestmannaeyingum á að slæm veðurspá er fyrir næsta sólarhring.

Um miðjan dag á að ganga í vestan hvassviðri eða storm. Búast má við að stöðugur vindur geti farið í allt að 26 m/s en mun hvassara í hviðum. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestmannaeyjar.

Íbúar eru hvattir til að huga að lausum munum. Þá eru foreldrar hvattir til að gæta að yngstu vegfarendunum og að þeir séu ekki einir á ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir.

Að gefnu tilefni eru íbúar sérstaklega beðnir um að huga að ruslatunnum en í óveðrinu í desember varð nokkuð tjón þegar ruslatunnur voru að fjúka og valda skemmdum. Búist er við að þessi veðurhæð standi fram á næsta morgun.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.