Hvassviðrið sem gekk yfir Vestmannaeyjar síðastasólarhringinn er nú gengið niður. En meðlvindhraði á Stórhöfða var yfir 20 m/s í 17 klukkustundir samfellt í gær og fór í 40 m/s í hviðum. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja segir þá hafa sinnt 10 útköllum öllum í gærdag. “Við fengum að sofa í nótt, þetta voru 10 verk í heildina, bílskúrshurðir sem fuku inn, þakplötur losnuðu, hjólhýsi á hliðinni, grindverk sem brotnuðu og minni hlutir sem fóru á ferðina.” Hann segir veðrið ekki hafa valdið neinu stóru tjóni en víða hafi orðið eitthvað eignatjón.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.