Á laugardaginn var, hélt Lúðrasveit Vestmannaeyja sína árlegu hausttónleika í Hvítasunnuhöllinni við Vestmannabraut.
Um var að ræða svokallaðir Styrktarfélagatónleikar, en Lúðrasveitin á sér sveit öflugra bakhjarla sem greiða árlega hóflega upphæð, sem nú er 3 þúsund krónur, til styrktar starfinu.
Tónleikarnir voru að vanda vel sóttir og bráðskemmtilegir enda sveitin stór góð undir dyggri stjórn Jarls Sigurgeirssonar.
Komið var víða við í efnisvalinu. Það mátti heyra hefðbundna lúðrasveitarmarsa, kvikmyndatónlist, ódauðlega smelli Grýlanna Maó Gling og Sísí, Eyjalögin fengu sinn sess sem og tónlist níunda áratugarins með Michael Jackson í fararbroddi og margt fleira.
Sérstakir gestir á tónleikunum vorua félagar úr Skólalúðrasveit Vestmannaeyja, en sveitin fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári. Spiluðu krakkarnir með sveitinni í nokkrum völdum lögum.
Hér að neðan má sjá upptöku frá síðari hluta tónleikana sem og myndir frá Óskari Pétri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst