Framboðslisti Framsóknar í Suður samþykktur
26. október, 2024
Untitled (1000 X 667 Px) (19)
Halla Hrund Logadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd/samsett

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykkti í dag framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Örk í Hveragerði.

Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að listinn samanstandi af fólki með mikla reynslu auk nýrra aðila sem styrkja hóp framsóknarfólks verulega um land allt.

Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar. Í öðru sæti er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, fjármála- og innviðaráðherra. Í þriðja sæti er Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður. Í fjórða sæti er Fida Abo Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur og í því fimmta er Sigurður E. Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Tilbúin til að takast á við áskoranir

Á fundinum sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars:

,,Ég er stoltur yfir sterkum lista Suðurkjördæmis með öflugu fólki sem er fjölbreyttur með sterkri liðsheild og var samþykktur á kjördæmisþingi Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi. Framsókn er tilbúin til að takast á við áskoranir og halda áfram að vinna að lausnum sem bæta samfélagið. Hlakka til næstu daga og vikna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Verðum að passa uppá auðlindir okkar, eignarhald þeirra og ábyrga nýtingu”

Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknar í kjördæminu sagði í ræðu sinni meðal annars:

,,Ég tek við fyrsta sæti í Suðurkjördæmi full af auðmýkt og þakklæti. Hér í dag samþykktum við frábæran framboðslista af fólki sem er tilbúið að vinna af krafti fyrir samfélagið og ég hlakka til að starfa með ásamt öflugu fólki um allt land. Við verðum að passa uppá auðlindir okkar, eignarhald þeirra og ábyrga nýtingu fyrir samfélög um allt land. Það er mitt stóra erindi í pólitík. Hjartað slær sömuleiðis ört fyrir landbúnað með nýsköpun og samvinnu að leiðarljósi. Einnig vil ég leggja áherslu á húsnæðismál og geðheilbrigði ungs fólks. Það þurfa allir að fá tækifæri til að finna sinn farveg óháð bakgrunni, þannig verðum við sterkari sem heild.

Framsókn sem er í mínum huga holdgervingur hins dugmikla Íslendings, rödd skynsemi og seiglu á miðjunni sem hefur sýnt að getur unnið þvert á hagsmuni og pólitík. Það er akkúrat það sem við þurfum til sóknar og sátta í heimi þar sem átök og öfgar í umræðu eru sífellt algengari,“ sagði Halla Hrund Logadóttir.

Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi í heild sinni:

1. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Reykjavík

2. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra Hrunamannahreppur

3. Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður og lýðheilsufræðingur Reykjanesbær

4. Fida Abu Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur og frumkvöðull Reykjanesbær

5. Sigurður E. Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Kirkjubæjarklaustur

6. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs & varaþingmaður Reykjanesbær

7. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Rangárþing eystra

8. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn Vestmannaeyjar

9. Vilhjálmur R. Kristjánsson, þjónustustjóri Grindavík

10. Iða Marsibil Jónsóttir, sveitarstjóri og varaþingmaður Grímsnes og Grafningshreppur

11. Margrét Ingólfsdóttir, kennari Sveitarfélagið Hornafjörður

12. Anton Kristinn Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Suðurnesjabær

13. Ellý Tómasdóttir, forvarna- og bæjarfulltrúi, Árborg

14. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Vík í Mýrdal

15. Ingibjörg Ingvadóttir, lögmaður og háskólakennari Þorlákshöfn

16. Hafdís Ásgeirsdóttir, deildarstjóri á leikskóla Rangárþingi ytra

17. Jón K. Bragason Sigfússon, matreiðslumeistari Bláskógabyggð

18. Drífa Sigfúsdóttir, heldri borgari Reykjanesbæ

19. Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, sviðsstjóri Kömbum Rangárþingi ytra

20. Silja Dögg Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri og fyrrv. alþingismaður Reykjanesbær

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst