Framkvæmdum ekki lokið nú þegar skólarnir eru að byrja
16. ágúst, 2018

Vestmannaeyjabær fór í margar endurbætur á skólabyggingum sínum í sumar. Á Kirkjugerði eru miklar framkvæmdir sem og í Barnaskólanum, en einnig er verið að bæta aðstöðuna á Víkinni. Nánast enginn framkvæmd hefur verið kláruð nú þegar skólarnir eru að byrja, en leikskólarnir byrjuðu í morgun.

Aðspurður um ástæður fyrir þessu sagði Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs hjá Vestmannaeyjabæ að ástæðurnar væru ýmsar. „ Það eru ýmsar ástæður fyrir því að framkvæmdir þær sem áttu að klárast í sumarfríinu í skólabyggingum bæjarins eru ekki tilbúnar á tíma.  Framkvæmdatíminn sem við höfum er stuttur þar sem vinna þarf þessi verk þegar starfsemi skólanna er ekki í gangi. Grunnskólinn er nýttur til gistingar fyrir peyja- og pæjumótin á sumrin sem styttir framkvæmdatímann. Leikskólinn er lokaður í mánuð og á þeim tíma er sumarfrí og Þjóðhátíð sem hefur áhrif. Mikið álag er á iðnaðarmönnum og þrátt fyrir að þeir leggi sig hart fram við að klára verkin þá getur vinnan verið tafsöm þar sem hún þarf að vinnast í samhengi við önnur verk.“

Óvenju mörg verkefni í sumar
Hann sagði að í sumar hefði verið farið í óvenju mörg verkefni. „Í Barnaskólanum er verið að koma upp skólastofum fyrir 5. bekkinga, færa vinnuaðstöðu kennara upp á efstu hæð, útbúa vinnuaðstöðu fyrir ráðgjafa skólans og það sem lengi hefur verið beðið eftir að bæta kaffistofu kennara og salernisaðstöð. Allt þetta verður tilbúið fyrir skólaopnun nema kaffistofa kennara tefst um nokkra daga.“

Ný leikskóladeild á Kirkjugerði
Á Kirkjugerði er verið að útbúa nýja leikskóladeild auk þess sem verið er að bæta aðstöðu starfsmanna, setja upp eldhús og færa undirbúningsherbergi kennara. „Þetta eru mikilvægar og stórar framkvæmdir sem munu bæta starfsemina til muna. Því miður urðu tafir en Vestmannaeyjabær hefur frábært starfsfólk sem mætti þeirri stöðu af æðruleysi og hóf starfsemina á tilteknum tíma. Þessum viðbrögðum starfsmanna ber að þakka. Á Víkinni er verið að skipta um fatahólf auk þess sem ein stofan verður hólfuð niður í minni rými. Þeim framkvæmdum fer að ljúka,“ sagði Jón
„Vonandi munu börnin og foreldrar finna sem minnst fyrir þessum töfum en ég vill þakka starfsmönnum skólanna fyrir skilninginn og þolinmæðina auk framlag þeirra til að allt þetta geti gengið upp og skólastarf byrji á réttum tíma.

Nú er nýtt skólaár að hefjast og hvet ég alla til að leggja sig fram við að nýta það og njóta á sem bestan máta. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða góðu starfsfólki með metnað fyrir námi og að góður árangur náist. Undirritaður hvetur foreldra til að styðja vel við nám barna sinna og aðstoða þannig við að gera góða skóla bæjarins enn betri.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.