Framtíðarskipan 3. hæðar í Fiskiðjuhúsinu
14. janúar, 2020
Setrid
Fundað verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2.

Framtíðarskipan 3. hæðarinnar í fiskiðjunni var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu. En bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann 31. október sl., að fela bæjarráði að skipa starfshóp með það hlutverk að kanna grundvöll fyrir klasa- og sprotastarfsemi á 3. hæð Fiskiðjuhússins í samráði við Þekkingarsetur Vestmannaeyja, fyrirtæki og hagsmunaaðila. Á sama fundi var ákveðið að flytja hluta af starfsemi bæjarskrifstofanna í gamla Ráðhúsið og því ljóst að ekki verður af starfsemi bæjarskrifstofanna í Fiskiðjuhúsinu. Umrætt húsnæði telur um 1.050 fermetra.
Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann 17. desember sl., að kanna áhuga og möguleika eftirfarandi fimm einstaklinga, sem farsæla reynslu hafa af nýsköpunar-, tækni- og frumkvöðlastarfsemi, til þess að skipa umræddan starfshóp, þ.e. þeirra:

– Ásgeirs Jónssonar, aðjúnkt og umsjónarm. náms í haftengdri nýsköpun við HR,
– Frosta Gíslasonar, verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð og umsj.m. Fab lab í Vestmannaeyjum
– Hólmfríðar Sveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Genis (Benecta) og fyrrv. fr.kv.stj. Iceprotein og Protis
– Tryggva Hjaltasonar, verkefnastjóra hjá CCP og form. Hugverkaráðs SI og
– Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, frumkvöðul og ráðgjafa, sem stofnaði Tröppu þjónustu og Kara Connect

Allir umræddir einstaklingar hafa fallist á beiðni Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í starfshópnum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.