Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í morgun. Að lokinni afar góðri vertíð hefur nú verið hægt á veiðinni hjá báðum skipum.
Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir hvar hefði verið veitt og hvernig aflinn væri samansettur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að nú væri veitt fyrir austan.
„Við fengum aflann á Papagrunni og tókum tvo hol í Berufjarðarál í leit að ufsa án teljandi árangurs. Aflinn var að mestu leyti ýsa og síðan dálítill þorskur með. Það var ævintýraleg veiði á vetrarvertíðinni og uppistaðan í veiðinni var þorskur. Nú verða menn að einbeita sér að öðrum tegundum.”
Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, tók undir með Agli og sagði að hin mikla þorskveiði á vertíðinni hefði það í för með sér að nú þyrftu menn að leggja áherslu á aðrar tegundir.
„Við vorum fyrir austan á sömu slóðum og Vestmannaey og aflinn var mest ýsa, dálítið af þorski og smotterí af ufsa. Það var fínasta veður allan túrinn nema á heimleiðinni, þá fengum við bræluskít. Nú verður hægt verulega á veiðinni hjá okkur, en það hlaut að gerast eftir vertíðina sem var rífandi góð.”
Vestmannaey og Bergur munu væntanlega halda á ný til veiða á fimmtudaginn og verður það líklega síðasti túr skipanna fyrir sjómannadagshelgi.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.