Fullfermi landað í Eyjum
21. maí, 2024
bergur_vestm_ey_20240521_120340
Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE við bryggju í Eyjum í dag. Eyjar.net/TMS

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í morgun. Að lokinni afar góðri vertíð hefur nú verið hægt á veiðinni hjá báðum skipum.

Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir hvar hefði verið veitt og hvernig aflinn væri samansettur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að nú væri veitt fyrir austan.

„Við fengum aflann á Papagrunni og tókum tvo hol í Berufjarðarál í leit að ufsa án teljandi árangurs. Aflinn var að mestu leyti ýsa og síðan dálítill þorskur með. Það var ævintýraleg veiði á vetrarvertíðinni og uppistaðan í veiðinni var þorskur. Nú verða menn að einbeita sér að öðrum tegundum.”

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, tók undir með Agli og sagði að hin mikla þorskveiði á vertíðinni hefði það í för með sér að nú þyrftu menn að leggja áherslu á aðrar tegundir.

„Við vorum fyrir austan á sömu slóðum og Vestmannaey og aflinn var mest ýsa, dálítið af þorski og smotterí af ufsa. Það var fínasta veður allan túrinn nema á heimleiðinni, þá fengum við bræluskít. Nú verður hægt verulega á veiðinni hjá okkur, en það hlaut að gerast eftir vertíðina sem var rífandi góð.”

Vestmannaey og Bergur munu væntanlega halda á ný til veiða á fimmtudaginn og verður það líklega síðasti túr skipanna fyrir sjómannadagshelgi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.