Á dögunum heimsótti ég grunnskóla í Árósum. Skólinn heitir Katrinebjergskolen og telur rúmlega 600 nemendur. Skólinn hefur ákveðna sérstöðu í sveitarfélaginu enda 10 sérdeildarbekkir í skólanum ásamt sérstakri stuðningsdeild, nokkurs konar námsveri. Mér lék sérstök forvitni á að fræðast meira um starf sérdeildarbekkjanna og hvernig eiginlega stæði á því að í 600 barna skóla væru 10 sérdeildarbekkir auk námsvers.