Tvö fíkniefnamál kom upp á Litla-Hrauni í liðinni viku. Þar fundu fangaverðir lítilræði af fíkniefnum við klefaleit.
Þriðja fíkniefnamálið hjá lögreglunni á Selfossi kom upp þegar lögreglumenn voru í almennu umferðareftirliti í Hveragerði þar sem þeir fundu marijúana á ökumanni sem afskipti voru höfð af. Ökumaðurinn var einnig grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn eftir því sem segir í frétt lögreglunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst