Samninganefndir starfsmanna í loðnubræðslum og Samtaka atvinnulífsins settust niður við samningaborðið kl. rúmlega 10 í morgun. Verkfall hefst kl. 19:30 í kvöld hafi samningar ekki tekist. Samningafundur stóð fram á kvöld í gær, en hann leiddi ekki til samkomulags. Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls á Austurlandi, sagði eftir fundinn í gær að enn bæri talsvert á milli samningsaðila og brugðið gæti til beggja vona um árangur í viðræðunum.