Næstkomandi miðvikudag, klukkan 19:30 verður fundur um samgöngumál í Vestmannaeyjum en verulega hefur reynt á þolrif Eyjamanna hvað varðar Landeyjahöfn í vetur. Höfnin hefur meira og minna verið lokuð en framsögumenn eru m.a. Sigurður Áss Grétarsson, frá Siglingastofnun, Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri Eimskip, Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bílar og Fólk/Sterna og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernir.