Fyrsta æfingin að baki


“Mér líst ofboðslega vel á hópinn í ár. �?að eru augljóslega spennandi tímar framundan,” segir Anna Svala Árnadóttir, danskennari en hún kemur að undirbúningi keppinnar. “Nú taka við reglulegar æfingar í göngulagi og danssporum undir minni umsjá. Í takt við þær mun Ingólfur Snorrason, eigandi Toppsport á Selfossi, hjálpa stelpunum að komast í gott form.”

Reynt var að endurvekja keppnina Herra Suðurland samhliða stúlknakeppninni en aðsókn piltana lét á sér standa, að sögn �?nnu. “Strákarnir eru miklu feimnari við að taka þátt. �?g vil hvetja þá hér og nú til þess að skella sér í slaginn svo hægt verði að halda herrakeppni á næsta ári eins og vonir eru bundnar við.”

Anna Svala segist sérstaklega ánægð með aldur keppanda í ár.”Flestar stúlkurnar eru tvítugar eða eldri, sem ég tel mjög gott. �?á hafa þær nefnilega náð fullum þroska bæði andlega og líkamlega,” segir hún en í ár var tveimur myndarlegum ungum stúlkum vísað frá vegna þess að þær þóttu ekki nógu gamlar. “�?egar stúlkur undir tvítugu sækjast eftir þátttöku er það metið eftir þroska hverrar og einnar. Oft kemur fyrir að við ráðleggjum stúlkum að bíða í eitt til tvö ár í viðbót, eins og raunin varð í þetta skiptið.”

Ásamt �?nnu Svölu koma Ásbjörn Jónsson, hótelstjóri Hótel Selfoss, og Bergsveinn Theódórsson, útvarpsmaður að undirbúningi keppninnar í ár.

Á síðasta ári var Sunna Stefánsdóttir, frá �?xnalæk í �?lfusi, krýnd Ungfrú Suðurland. /eb

Mynd: Hver er sætust?Frá vinstri talið: Sigríður �?löf Ríkharðsdóttir, Halla Margrét Viðarsdóttir, Jórunn Elva Guðmundsdóttir, �?órey Richardt �?lvarsdóttir, Stefanía �?orsteinsdóttir, Erla Fanný Gunnarsdóttir, Lovísa Ýr Guðmundsdóttir, Ester Bergmann Halldórsdóttir, Harpa Rún Garðarsdóttir, Linda Baldursdóttir, Rebekka Pálsdóttir og Sandra Steinþórsdóttir.

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.