Strákarnir okkar í meistaraflokki karla spila við Víkinga í kvöld í Víkinni klukkan 18:00. Leikurinn er sá fyrsti sem liðið spilar undir sameiginlegri stjórn Ian Jeffs og Alfreðs Elíasar Jóhannssonar en þeir tóku saman við keflinu eftir brotthvarf Bjarna Jóhannssonar fyrir stuttu.
Leikurinn gæti reynst mikilvægur í fallbaráttunni en tapi liðið gæti liðið verið einu stigi frá fallsæti með óhagstæðum úrslitum annarra leikja.
Við hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu að fjölmenna á völlinn og styðja strákana okkar til sigurs.