Fyrsti sigur í þrettándu umferð

Fyrsti siguleikur ÍBV á tímabilinu bauð upp á allt sem einn fótboltaleikur getur boðið upp á. Spennu, hraða, vítaspyrna í súginn, sigurmark á lokamínútunni og síðast en ekki síst þrennu Halldórs Þórðarsonar sem tryggði Eyjamönnum sigur á Val á Hásteinsvelli, 3:2.

ÍBV hafði frumkvæði í leiknum og var 1:0 yfir í hálfleik. Komst í 2:0 en þá komst Aron Jóhannsson, Val í gírinn og jafnaði 2:2. Á 89. mínútu brenndi ÍBV af víti en það var í uppbótatíma að Halldór skoraði sitt þriðja mark og tryggði ÍBV langþráðan sigur 3:2.

ÍBV færist upp um sæti, í það næst neðsta á betri markatölu en ÍA. Það verður þó á brattann að sækja en frammistaða ÍBV í leiknum núna og á móti KA í tólftu umferð gefur fyrirheit bjartari tíma.

Myndir Sigfús Gunnar.

Staðan:

L Mörk Stig
Breiðablik 12 35:12 31
Víkingur R. 13 31:18 28
KA 13 25:16 24
Stjarnan 12 21:17 20
Valur 13 22:21 20
Keflavík 12 22:20 17
KR 12 16:19 16
Fram 12 21:29 13
FH 13 16:23 10
Leiknir R. 13 11:22 10
ÍBV 13 15:26 8
ÍA 12 13:25 8

 

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.