„Kveikjum neistann nálgunin miðar að því að efla lestrarkennslu þannig að nemendur fái öflugan stuðning þegar í upphafi grunnskólagöngu og eigi auðveldara með að öðlast lestrarfærni. Hún snýst um að mæla lestrarfærni barna út frá sjö breytum: Hversu marga stóra bókstafi barnið kann, hversu mörg hljóð stórra bókstafa það kann, hversu mörg hljóð lítilla bókstafa það kann, hvort barnið geti lesið einstök orð, hvort barnið geti lesið setningar og hvort það geti lesið texta,“ segir Hermundur Sigmundsson prófessor sem fer fyrir verkefninu.
Í nýútkominni grein sem birtist í tímaritinu Brain Science, sem ber heitið „Reading: From the Simple to the Complex“ og er eftir Hermund, Helgu S. Þórsdóttur, Herdísi R. Njálsdóttur og Svövu Hjaltalín, var fjallað um fyrstu niðurstöður verkefnisins. Megindlegri aðferðafræði var beitt við greiningu niðurstaðna rannsóknarinnar og fór stöðumat fram í upphafi og lok skólaárs 2021-2022. Fjallað er um þessa grein í frétt á vef Háskóla Íslands.
Helstu niðurstöður sýndu að:
Í september 2021 gátu 58.3% lesið einstök orð og í maí 2022 gátu 100% lesið einstök orð.
Í september 2021 gátu 29.2% lesið setningar og í maí 2022 gátu 96% lesið setningar.
Í september 2021 gátu 8% lesið samfelldan texta og í maí 2022 gátu 88% lesið samfelldan texta.
„Nýnæmi LESTU-nálgunarinnar í verkefninu felur í sér hljóðaaðferð frá hinu einfalda til hins flókna sem byggist á fræðum vísindafólksins Dehaene, Snowling, Nation og Lyytinen. Með LESTU-nálguninni erum við að ná þeim árangri að öll börn nái að lesa orð í lok fyrsta bekkjar, sem sagt hafa brotið lestrarkóðann. Þar lesa 96% nemenda setningar og 88% texta,“ segir Hermundur en þess ber að geta að niðurstöðurnar eru byggðar á einum árgangi Grunnskólans í Vestmannaeyjum. „Það að fá nálgunina birta í viðurkenndu alþjóðatímariti er gífurlega mikilvægt, ekki bara fyrir börn á Íslandi heldur um allan heim,“ segir Hermundur.
„Verkefnið er tilkomið að frumkvæði Hermundar Sigmundssonar og öflugra kennara og skólastjórnenda í Vestmannaeyjum sem einsettu sér að nota raunhæft námsmat og markvissa eftirfylgni til að styðja við námsárangur barna,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um verkefnið Kveikjum neistann. „Hafa ber í huga að hér er um að ræða fyrstu niðurstöður langtímarannsóknar og því þarf að túlka niðurstöður varlega. En árangur nemendanna eftir fyrsta skólaárið lofar afskaplega góðu og það sem ég tel að sé að skila sér er samstaða allra aðila, kennara, rannsakenda, skólastjórnenda og foreldra um að vinna saman með hag barna að leiðarljósi.“
Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu um mitt ár 2021 samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum.
Fyrsta verkefni rannsóknarsetursins var Kveikjum neistann, rannsóknar- og þróunarverkefni við Grunnskólann í Vestmannaeyjum. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir rannsóknir setursins í samvinnu við fræðimenn við NTNU-háskólans í Noregi þar sem Hermundur starfar einnig.
Nánar um niðurstöðurnar í Brain Sciences
Þess má geta að málþing verður haldið 3. mars næstkomandi í Grósku á vegum Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands í samvinnu við Samtök atvinnulífsins.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.