Fyrstu stigin í hús hjá strákunum

ÍBV nældi sér í sitt fyrsta stig í gær í Pepsi Max-deildinni er þeir gerðu 2-2 jafntefli í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli.

Sigurjón Rúnarsson leikmaður Grindavíkur fékk slæma byltu á 9. mínútu eftir harkalegt samstuð við Guðmund Magnússon sóknarmann ÍBV. Hann lá óvígur eftir á vellinum og var hlúð að honum í 20 mínútur þar til hann var fluttur á brott með sjúkrabíl til frekari skoðunar. Betur fór en áhorfðist og meiðslin ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Lítið markvert gerðist í leiknum fyrr en í uppbótatíma fyrra hálfleiks sem hljóðaði upp á heila 21 mínútu. Á fyrstu mínútu uppbóta tímans skorað Víðir Þorvarðarson glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, smurði boltann í samskeytin. Og fyrsta mark sumarsins hjá ÍBV því staðreynd. ÍBV skorðai aftur 5 mínútum seinna en reyndar í sitt eigið mark. Gilson Coelho með misheppnaða hreinsun sem endaði í eigin marki. Á síðustu mínútu uppbótatímans endurguldu Grindvíkingar greiðan og potuðu boltanum í eigið mark. Staðan í hálfleik því 2-1 ÍBV í vil.

Á 15. mínútu síiðar hálfleiks kom svo loka mark leiksins er Aron Jóhannsson skoraði nánast alveg eins mark og Víðir hafði gert í fyrri hálfleik. Smurði hann í samskeytin beint úr aukaspyrnu. Lokastaðan 2-2.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.