Það er nú ljóst að framherjinn knái Gary Martin mun leika með ÍBV út núverandi keppnistímabil.
„Eftir frábæran sigur í dag gleður okkur að tilkynna að knattspyrnuráð karla hefur náð samkomulagi við framherjann Gary Martin um að leika með liðinu út tímabilið 2019,” segir í tilkynningu á ibvsport.is.
Gary samdi um starfslok við Val í lok maí en mun hins vegar ekki fá leikheimild með ÍBV fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 1. júlí næstkomandi.
Gary hefur skorað mörk í 96 leikjum í efstu deild. Hann er 29 ára gamall fæddur í Darlington á Englandi og hefur á m.a. leikið með Lilleström, Lokeren, York City, ÍA, Víking R, Val og KR.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst