Gengur vel á Bergey

Ísfisktogararnir Gullver NS og Bergey VE lönduðu í byrjun vikunnar og Bergey mun landa á ný í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Steinþór Hálfdanarson, skipstjóra á Gullver, og Ragnar Waage Pálmason, stýrimann á Bergey. Steinþór sagði að afli hefði verið þokkalegur í veiðiferðinni en veðrið leiðinlegt. „Við lönduðum 105 tonnum í heimahöfn á Seyðisfirði á mánudag. Um 60 tonn var þorskur og rúmlega 30 tonn ufsi. Síðan var dálítið af karfa og ýsu. Aflann fengum við í Lónsdýpinu, við Örvæntingu og í Hvalbakshalli. Þá var einnig farið austur á Fót. Það var leiðinlegt veður í túrnum. Við héldum síðan aftur til veiða síðdegis á þriðjudag. Núna erum við í Lónsdýpinu að eltast við ufsa. Ufsinn er latur yfir daginn og skárra að ná honum á nóttunni. Aldrei þessu vant er fínt veður núna og vonandi fáum við blíðu í einn eða tvo daga. Það yrði mikil veisla. Ég reikna með að við löndum á ný á mánudaginn,“ segir Steinþór.

Ragnar greindi frá því að Bergey hefði landað í Neskaupstað sl. þriðjudag. „Aflinn var rúmlega 60 tonn, mest ýsa og þorskur ásamt um 25 tonnum af skarkola sem fékkst í Sláturhúsinu. Við veiddum víða í túrnum; í Hvalbakshalli, á Tangaflaki, á Glettinganesflaki og á Gula teppinu auk Sláturhússins. Við fórum út strax eftir löndun og höfum verið að veiðum í Hvalbakshallinu í leiðindabrælu. Núna erum við á landleið til Neskaupstaðar með um 45 tonn,“ segir Ragnar.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.