Útgerð íslenska fiskiskipsins Kap VE hefur verið gert að greiða 135 þúsund norskar krónur í sekt og málskostnað fyrir að gefa ekki upp allan afla, sem var um borð í skipinu. Strandgæslan hafi afskipti af Kap utan við Lofoten í Noregi fyrr í vikunni. Norska blaðið Nordlys hefur eftir talsmanni norsku lögreglunnar að síldar- og kolmunnaafli hafi verið meiri en gefið var upp. Þá voru afladagbækur ekki færðar með fullnægjandi hætti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst