Gert ráð fyrir 110 íbúðum á malarvelli og Löngulág
17. september, 2024
Malarvöllurinn fær nýtt hlutverk og í Löngulág er eini vísir að skógi á Heimaey.

Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu – Ekki fyrstu tillögurnar

 Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var lagt fram til auglýsingar tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 til 2035. Er það vegna breyttra marka landnotkunarreita og skilmála við Malarvöll og Löngulág. Málið var kynnt á vinnslustigi og bárust engar efnislegar athugasemdir sem snéru að tillögu að breyttu aðalskipulagi. Er tillagan því óbreytt utan kafla um málsmeðferð. Umhverfis- og skipulagsráð hafði fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillöguna og vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar.

„Malarvöllurinn í Vestmannaeyjum er í miðri íbúðarbyggð Heimaeyjar nálægt samfélagslegum þjónustuinnviðum svo sem grunnskóla og framhaldsskóla. Langalág er útivistarsvæði ofan við Malarvöllinn og hefur svæðið einnig verið nýtt til gróðurræktunar,“ segir í skýrslunni og vísað til aðalskipulags Vestmannaeyja 2015 til 2035 þar sem malarvöllurinn er skilgreindur sem íbúðarbyggð. Þar er gert ráð fyrir 110 íbúðum.

Fjölbreytni

Framkvæmdir við gerð malarvallarins hófust árið 1954 og var hann í áraraðir helsti íþróttavöllur bæjarins fyrir fótbolta og frjálsar íþróttir. Auk þess hefur álfabrennan á þrettándahátíðinni verið á vellinum undanfarin ár. Haustið 2022 var auglýst eftir aðilum til að móta hugmyndir að forhönnun svæðisins og voru fimm ráðnir til verkefnisins. Hönnun arkitektastofunnar Trípólí þótti fanga markmið skipulagsins best auk þess að skapa aðlaðandi hverfisanda og gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði sem ekki er til staðar í Vestmannaeyjum í dag. Markmiðið er að skapa íbúðarbyggð með fjölbreyttum húsagerðum og blandaðri byggð. Með góðum tengingum við þjónustu og aðliggjandi íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu.

Langalág verður áfram útivistarsvæði og verður skipulagi svæðisins breytt svo það nýtist betur. Markmið Vestmannaeyjabæjar er að byggð á umræddu svæði myndi samfellt og eðlilegt framhald af aðlægum reitum og bjóði upp á eftirsótta búsetukosti og umhverfisgæði fyrir íbúa. Vegna þessara áforma þarf að gera breytingu á Aðalskipulagi sem nær til landnotkunarreita á svæðinu.

Þjóðfélagslegar breytingar

Vísað er til þess að töluvert hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum og íbúum fjölgað. Færri séu á hverju heimili og breyttar kröfur kalli á meira húsnæði. Einnig hafi tilkoma Landeyjahafnar aukið eftirspurn eftir orlofshúsnæði í Vestmannaeyjum. „Í apríl 2024 voru fáar lóðir fyrir einbýlishús í boði og engar fyrir fjölbýli og raðhús,“ segir í skýrslunni.

Er því spáð íbúar Vestmannaeyja geti verið um 5.100 íbúar árið 2035 en í ársbyrjun 2024 voru íbúar 4.444 talsins. Eru í dag komnir yfir 4600.

Breyting á aðalskipulagi tekur mið af líklegri fjölgun íbúa í Vestmannaeyjum og einnig af lýðfræðilegri þróun og breyttum þörfum íbúa. Skipulagið gerir sérstaklega ráð fyrir búsetukostum fyrir ungar fjölskyldur og fyrir fullorðna íbúa sem huga að því að minnka við sig eða vilja búa á einni hæð.

 

Mikið hefur verið byggt í Vestmannaeyjum á síðustu árum og skortur á byggingalóðum.

Deiliskipulagsáætlanir

Samhliða breyttu aðalskipulagi er unnið að deiliskipulagi fyrir svæðið. Deiliskipulagið er unnið á grunni vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar sem kynnt var í kafla 1.1 og eru eftirfarandi markmið og áherslur höfð að leiðarljósi.

  • Landsvæðið sé vel nýtt fyrir húsnæði og dvalarsvæði.
  • Blöndun húsnæðisgerða, þ.e. einbýla, raðhúsa og fjölbýla, og áhersla lögð á fjölbreytta stærð og herbergjafjölda íbúða og framboð af litlum íbúðum.
  • Mannvænt umhverfi; aðlaðandi form, efnis- og litaval bygginga, skjólsæld innan hverfisins og við innganga bygginga, öruggar gönguleiðir, takmörkuð umferð, ljósgæði, gróður, áningarstaðir og leiksvæði.
  • Hugað sé að spennandi, grænum og skjólgóðum almenningsrýmum sem og persónulegum dvalarrýmum utanhúss, s.s. skjólgóðum görðum og svölum.
  • Gert er ráð fyrir 6-10 deilda leikskóla á svæðinu. Sérstaklega skal hugað að skjóli á lóð og góðri aðkomu að leikskólanum.
  • Langalág verður áfram sameiginlegt dvalarsvæði en áform eru um að bæta skipulag svæðisins og nýta það betur.
  • Rekstur samkomuhúss á svæðinu mun haldast óbreyttur. Ekki eru fyrirhuguð íbúðarhús í nálægð við samkomuhúsið.
  • Áhersla er lögð á góðar göngu- og aksturstengingar bæði innan svæðis og við nálæg svæði og þjónustu. Tillit verður tekið til aðliggjandi íbúðarbyggðar hvað varðar umferðarflæði, göngu- og hjólastíga.
  • Hugað verður að umferðaröryggi við deiliskipulagsgerðina og ráðstöfunum til að draga úr umferðarhraða.
  • Vistvænum og hagkvæmum samgöngumátum verður gert hátt undir höfði og horft verður til lausna fyrir stæði og geymslur fyrir hjól og barnavagna.
  • Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir vegtengingu í gegnum hverfið. Við deiliskipulagsgerð verður hugað að því að vegur í gegnum hverfið henti aðeins vegfarendum sem eiga erindi innan svæðisins og bjóði ekki upp á gegnumakstur.

Skilmálar:

Gert er ráð fyrir einbýli, raðhúsum og litlum fjölbýlishúsum, allt að tveimur hæðum. Stærri fjölbýlishús með lyftu á allt að fimm hæðum þar sem fimmta hæðin er upphækkað ris. Gert er ráð fyrir allt að 110 íbúðum. Í deiliskipulagi skal leggja áherslu á fjölbreyttar íbúðir með góðu aðgengi og hagkvæma húsnæðiskosti.

Gert er ráð fyrir bílakjöllurum fyrir raðhús og fjölbýlishús. Gera skal ráð fyrir hleðsluinnviðum í deiliskipulagi. Við deiliskipulag og hönnun bygginga skal huga að skjólgóðum og sólríkum dvalarsvæðum á sameiginlegum svæðum og fyrir hverja íbúð. Einnig skal huga að ásýnd, lýsingu, gróðri og uppbroti bygginga. Í deiliskipulagi skal setja skilmála sem stuðla að myrkurgæðum innan hverfisins og aðliggjandi hverfa.

Gera skal ráð fyrir blágrænum ofanvatnslausnum og útfæra sérstaklega í deiliskipulagi. Við deiliskipulagsgerð skal huga að aðstöðu til virkra ferðamáta sem og að takmarka umferðarhraða og tryggja öryggi á gatnamótum í og við hverfið.

Sex vikna frestur

Umsagnir um lýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, HS Veitum, og Vegagerðinni og voru umsagnirnar hafðar til hliðsjónar við gerð tillögunnar en var ekki svarað með formlegum hætti.

Tillagan er nú auglýst, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar, og birt í Skipulagsgátt og send umsagnaraðilum með sex vikna athugasemdafresti.  Tillagan verður einnig auglýst í dagblöðum og vefmiðlum bæjarmiðla í Vestmannaeyjum og höfð til sýnis í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs í Ráðhúsi Vestmannaeyja, Kirkjuvegi 50.

Bæjarstjórn mun fjalla um þær athugasemdir sem kunna að berast og svara þeim og gera breytingar á tillögunni ef tilefni er til. Að því loknu verður tillagan samþykkt í bæjarstjórn og send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfest aðalskipulagsbreyting tekur að lokum gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Ekki í fyrstu tillögurnar

Í ágúst 2011 mótmæltu kaupmenn Vestmannaeyjum hugmyndum um verslunarkjarna í Löngulág. Í frétt Eyjafrétta 11. ágúst 2011 er frétt undir fyrirsögninni:  -Verður til þess að eyðileggja miðbæinn.

„Margir hafa lagt mikið undir til að byggja hann upp, segir formaðurinn Félag kaupsýslumanna í Véstmannaeyjum skilaði í síðustu viku inn undirskriftalistum sem lágu í nokkrum verslunum í miðbænum vegna hugmynda um verslunarhúsnæði við Löngulág.

Alls skrifuðu 845 manns undir en Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir, formaður félagsins, afhenti Gunnlaugi Grettissyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja og forseta bæjarstjómar, listann.

„Við vorum að mótmæla því að deiliskipulagið gengur allt út á að byggður sé verslunarkjarni við Löngulág og við viljum meina að það verði til þess að eyðileggja miðbæinn. Það eru margir búnir að leggja mikið undir til að byggja hann upp og við teljum að með þessu verði það eyðilagt,” sagði Gréta þegar hún var spurð um undirskriftalistana.

Seinna komu fram tillögur um blandaða byggð á svæðinu.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
ludra
8. nóvember 2025
16:00
Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni
Skemmtun
PXL 20251104 095848596
8. nóvember 2025
20:00
Bókakynning í Eldheimum - Óli Gränz
Skemmtun
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.