Gleðilegt lundasumar 2023
lundi_2017-2.jpg
Lundinn er sestur upp. Eyjar.net/TMS

– Eftir Georg Eið Arnarson

Lundinn settist upp í Eyjum í gær, 14. apríl, sem er svona í fyrra lagi en samt ekki, því ég hef einhvern tímann séð hann setjast upp 13. apríl, en yfirleitt er þetta á tímabilinu 13.-20. apríl.

Reyndar fréttist af lunda á brúnum Dyrhólaeyjar fyrir ca. 3 dögum síðan og það er ca. vika síðan hann settist upp norður í Grímsey, sem er svolítið sérstakt þegar haft er í huga að þar hefur verið töluverð kuldatíð alveg fram undir þetta, en hann er harður af sér og í sjálfu sér hef ég litlar áhyggjur af lundastofninum sem slíkum, en vandamálið er hinsvegar pysjan.

Rauðátan

Rauðátan er klárlega hluti af fyrstu fæðunni fyrir pysjuna og ef hana skortir, þá deyr pysjan. Ég las nýlega grein um rauðátuna þar sem kemur fram að rauðátan er uppistaðan í fæðu makrílsins, sem að nokkuð augljóslega skýrir stöðuna hérna við Ísland síðasta áratug eða svo. Einnig sáum við skýrt dæmi síðasta sumar þar sem skyndilega varð vart við makríl um mánaðamótin júlí/ágúst við Reykjanesbæ og um svipað leytið varð vart við töluverðan pysjudauða hér í Eyjum.

Málið er því ekkert flókið þegar kemur að rauðátunni, en í greininni um hana kemur einnig fram að hún komi upp úr djúpinu á vorin, hrygnir þá og drepist um leið og lifir því aðeins í eitt ár.

Fullyrðingar um að þessi stofn sé gríðarlega sterkur eru því einfaldlega bara fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Ég var því mjög ánægður í vikunni að heyra það, að útgerð Bylgju VE sé hætt við að fara í þessar veiðar á vegum Þekkingarsetursins hér í Eyjum. Vonandi láta menn þetta bara alveg eiga sig, þó það séu einhverjir peningar í þessu.

Vonir og væntingar

Lundastofninn sjálfur er sterkur þegar tekið er landið allt, en svona högg eins og stofninn fékk í Eyjum sl sumar er nú ekki til þess að auka manni bjartsýnina á framhaldið. Hafa verðir þó í huga að nýliðun lundastofnsins hér í Eyjum sl 7 ár telur nokkrar milljónir fugla. Vonandi förum við að sjá meira af þessari nýliðun núna í sumar. Sjálfur er ég búinn að gera ráðstafanir til þess að kíkja á vini okkar norður í Grímsey í sumar, en allt getur breyst. Vonandi fáum við mikið af pysju í haust.

Gleðilegt sumar allir.

 

Georg Eiður Arnarson

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót fram undan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.