Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Veturinn sem nú kveður var sá kaldasti í aldarfjórðung á Íslandi.
Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima.
Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00.
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja útnefndur
Þá verður tilkynnt um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum í dag, á sumardaginn fyrsta kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið.
Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lesa ljóð.
Öll velkomin, segir í tlkynningu bæjaryfirvalda.
Íþróttaviðburðir í Eyjum
Athygli er vakin á að nóg er um að vera í íþróttalífinu í dag. Meistarflokkur karla í fótbolta spilar bikarleik við Grindavík kl. 14:00 og meistaraflokkur karla í handboltanum tekur á móti FH í öðrum leik í undanúrslitum og hefst sá leikur kl. 17:00 og eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna á þessa leiki.
Gleðilegt sumar!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.