Glófaxafjölskyldan hefur keypt hlut í Eyjatölvum en fyrr í þessum mánuði seldi Jóhann Guðmundsson hlut sinn í Eyjatölvum. Frá þessu var gengið í dag þegar Guðbjörn Guðmundsson í Eyjatölvum og Bergvin Oddsson, útgerðarmaður og fyrrum skipstjóri á Glófaxa handsöluðu samninginn. Haraldur, sonur Bergvins mun hefja störf í Eyjatölvum þegar hann lýkur námi sínu við Háskólann á Akureyri í vor.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst