ÍBV tók á móti Fylki í dag í Pepsi deilda kvenna þar sem ÍBV hafði betur 3-2 í fjörugum leik. ÍBV byrjaði leikinn betur og Cloe Lacasse kom ÍBV yfir strax á 10. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörn Fylkis. ÍBV var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann og komust í nokkur ákjósanleg færi. Fylkir jafnaði svo metin eftir tæplega hálftíma leik en þar var á ferðinni Aivi Luik, hún fékk sendingu inn fyrir vörn ÍBV og setti boltann örugglega fram hjá Bryndísi Lári í marki ÍBV. Staðan í hálfleik 1-1
Seinni hálfleikur var mjög fjörugur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki fyrst um sinn og hefðu bæði lið getað verið búin að skora. Á 64. mínútu kom fyrirliðinn �?órhildur �?lafsdóttir ÍBV í 2-1. Boltinn barst til �?órhildar eftir aukaspyrnu og smá klafs í teignum en á endanum fór boltinn inn. ÍBV hélt forystunni ekki lengi því en fyrirliði Fylkis, �?lína G. Viðarsdóttir, jafnaði með skallamarki eftir hornspyrnu. Eyjastelpur tóku þá miðju og brunuðu upp völlinn, varamaðurinn Sesselja Líf Valgeirsdóttir sem nýlega hafði verið skipt inn á var komin inn í teig Fylkis þar sem varnarmaður þeirra braut á henni og vítaspyrna dæmd. Sesselja Líf þurfti frá að hverfa eftir þessi samskipti við varnarmann Fylkis. Kristín Erna Sigurlásdóttur fór á punktinn en markmaður Fylkis, Eva Ýr Helgadóttir varði vel.
Sigríður Lára Garðarsdóttir innsiglaði svo sigur ÍBV á 81. mínútu. Undir lok leiks var leikmönnum heitt í hamsi og lyfti dómari leiksins fjórum spjöldum á nokkurra mínútna kafla. Ruth �?órðar �?órðardóttir í liði Fylkis fékk að líta rauða spjaldið fyrir að slá til Natöshu Anasi, sem hafði togað í treyju hennar en Anasi fékk að líta gult spjald fyrir brotið.
ÍBV styrkti stöðu sína í 5. sæti og eru nú með 25 stig, tveimur stigum á eftir �?ór/KA.