Golf Digest notaðist við myndir af golfvellinum í Eyjum
24. janúar, 2015
Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum hefur lengi verið talinn einn af allra fallegustu golfvöllum landsins og þótt víðar væri leitað. Nálægðin við náttúruöflin, hafið, klettana og sú staðreynd að völlurinn er að hluta til í gömlum gíg, er næg ástæða fyrir margan kylfinginn til að vilja skoða völlinn nánar. Eyjamaðurinn �?orsteinn Hallgrímsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi var staddur á stærstu golfsýningu sem haldin er árlega en þar var golftímaritið þekkta Golf Digest með bás og sitt fólk á staðnum. Tímaritið notaðist m.a. við mynd af golfvellinum í Eyjum í sinni uppstillingu á sýningunni, sem undirstrikar líklega best sérstöðu golfvallarins í Vestmannaeyjum.
�??Stundum er í lagi að vera aðeins ánægður með sitt. Á stærstu golfsýningu sem haldin er árlega og var að ljúka í dag var hið mjög svo þekkta golfblað Golf Digest með sitt starfsfólk að skrifa um allt það nýjasta í golfheiminum. Á básnum þeirra var mynd af einum golfvelli í heiminum og var það stór mynd af golfvellinum heima í eyjum. �?ó að við teljum oft á tíðum að vellirnir okkar séu ekki eins og úti í hinum stóra heimi þá greinilega þurfa “útlendingarnir” að benda okkur stundum á hvað stendur okkur nær og við eigum marga flotta golfvelli sem við eigum að njóta,�?? skrifaði �?orsteinn á facebook síðu sína og birti myndina sem fylgir fréttinni.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.