Goslokahátíð heldur áfram - dagskrá laugardags
Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
LAUGARDAGUR 7. júlí
08.30
Golfklúbbur VestmannaeyjaVolcano Open – ræst út 8.30 og 13.30. Keppendur eiga að mæta í skála klukkustund fyrr.
11.00
Bryggjan Sagnheimum: Ráðhúströð Spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur. Samtal kynslóða; upplifun af gosinu. Frásagnir og sögur. Á annarri hæð.
11.00-12.30
Nausthamarsbryggja Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund, glaðning og þátttökuverðlaun.
12.00
Heimaklettur: Þrælaeiði Heimaklettsganga með leiðsögn þriggja kynslóða. Þau Svavar Steingrímsson, Halla Svavarsdóttir og Sindri Ólafsson fara með hópinn upp á topp. Gott að mæta tímanlega og vel útbúin.
12.00-13.00
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Söngvarinn Dagur Sig. og gítarleikarinn Fannar halda uppi fjörinu í sundlaugarpartýi í lauginni.
12.00-18.00
Skansinn: Vatnstankurinn Selma Ragnarsdóttir klæðskeri og kjólameistari setur upp sýningu sem er nokkurs konar gjörningur, Að elska að hata, og er með vísun í fjólubláa náttúru Vestmannaeyja. Athugið að verkin verða einungis til sýnis þennan dag, á þessum tíma.
13.30-15.30
Landsbankinn: Bárustígur Landsbankagleði. Fjölskylduhátíð Landsbankans, lifandi tónlist, hoppukastalar, blöðrur, grill, Skólahreystibraut og Sproti skemmtir gestum.
14.00-16.00
Sagnheimar: Ráðhúströð Það kom með kalda vatninu. 50 ár frá fyrstu vatnsleiðslunni til Eyja. Opið málþing, farið yfir söguna og þá byltingu sem koma vatnsins hafði og starfsemi fyrirtækja í Eyjum. Erindi, pallborð og stutt kvikmynd sýnd. Á annari hæð í safnahúsinu.
14.30
Zame Kró: Strandvegur 73A Léttar og skemmtilegar sögur úr gosinu og frá gosárunum, með þeim félögum Hallgrími Tryggvasyni og Halldóri Waagfjörð.
14.00-18.00
Vestmannabraut 69 Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir opna sýningu á myndlist og mósaíkverkum. Lifandi tónlist.
14.30-17.00
Ráðhúströð Fornbílaklúbburinn sýnir nokkra vörubíla í tilefni þess að um öld er liðin frá komu fyrstu vörubílanna til Vestmannaeyja. Fróðleikur og spjall.
16.00
Hásteinsvöllur ÍBV – Breiðablik í Pepsideild karla. Áfram ÍBV!
18.00-19.00
Eldheimar: Gerðisbraut 10 Tónleikar með Silju Elsabet Brynjarsdóttur og Rúnari Kristni Rúnarssyni. Þau flytja nokkrar af perlum íslenskrar dægurlagatónlistar við undirleik píanósnillingsins Pálma Sigurhjartarsonar. Aðgangur ókeypis.
21.30
Pizza 67: Heiðarvegur 5 Trúbadorinn Pálmar Örn heldur uppi stemningunni. Sannkallað eyjafjör og tilboð í sal.
23.00
Slippurinn: Strandvegur 76 Útigrill og veitingasala á Skipasandi (á planinu bakvið Slippinn)
23.00-04.00
Prófasturinn: Heiðarvegur 3 DJ heldur uppi góðu stuði fram eftir nóttu.
SUMARNÓTT Á SKIPASANDI
23.00-00.30
Snillingurinn Aron Can tekur öll sín bestu lög og hitar mannskapinn. Sigga og Grétar í Stjórninni ásamt hljóðfæraleik taka gesti í tímavél og rífa fjörið í gang. Mætum snemma! 00.30-03.30 Mikið stuð og lifandi tónlist á stóru útisviði, í króm og á Prófastinum. Brimnes, Dallas, Grænlendingarnir, KK bandið, Siggi Hlö ofl. spila!

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.