Karlalið ÍBV sótti í dag topplið 1. deildarinnar, Stjörnuna, heim í Garðabæinn. Fyrir leikinn munaði aðeins einu stigi á liðunum en Stjarnan var í efsta sæti með 13 stig, eins og Víkingur en ÍBV var í þriðja sæti með 12. Eyjamenn voru með undirtökin í fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var í járnum. Lokatölur urðu 21:21.