Grétar �?ór Eyþórsson Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2014
Viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja fór fram í kvöld. �?ar voru veittar viðurkenningar fyrir árangur ársins 2014, sem var óvenju glæsilegur. Fjórir flokkar ÍBV íþróttafélags urðu Íslandsmeistarar og tveir flokkar urðu bikarmeistarar. 20 leikmenn ÍBV íþróttafélags léku með landsliðum Íslands á árinu. Íþróttafólk æskunnar árið 2014 voru valin Dagur Arnarsson handboltamaður og Sabrína Lind Adolfsdóttir knattspyrnukona. �?að kom fáum á óvart að leikmaður úr hópi Íslandsmeistara karla í handbolti skyldi valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2014, og engum kom á óvart sá var Grétar �?ór Eyþórsson, hornamaðurinn snjalli sem auk þess að vera frábær handboltamaður var líka foringinn utan vallar í leikmannahópnum.
�?á var fjöldi fólks heiðrað fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna og hvert aðildarfélag bandalagsins valdi sinn íþróttamann. Viðurkenningahátíðin fór að þessu sinni fram í Höllinni og var afar vel heppnuð og gestir voru um 250 talsins.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.