Grímur aðstoðar Erling
4. september, 2021

Grímur Hergeirsson hefur samið við handknattleiksdeild ÍBV og mun hann þjálfa meistaraflokk karla í vetur með Erlingi Richardssyni.

Grímur er þjálfari sem eflaust margir kannast við, en hann er sömuleiðis lögreglustjóri hérna í Vestmannaeyjum.

Grímur lék handknattleik á sínum yngri árum með Selfossi og Elverum í Noregi. Í heimabænum hefur hann mikið verið í þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2015-2019 og varð Íslandsmeistari með liðið 2019.

Veturinn eftir tók Grímur við sem aðalþjálfari meistaraflokks í heimabænum og stýrði liðinu veturinn 2019-20. Hann var þessu til viðbótar þjálfari kvennaliðs Selfoss síðari hluta tímabils 2016-17 og hefur komið að yngri flokka þjálfun í gegnum tíðina.

“Við hjá ÍBV erum afar ánægð með að fá þjálfara inn í teymi liðsins með eins mikla og góða reynslu og teljum við Grím frábæra viðbót í hópinn fyrir komandi átök í Olís deildinni í vetur,” segir í tilkynningu frá ÍBV

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.