Grímur kokkur og fleira gott fólk á Fiskidegi

Grímur Gíslason, Grímur kokkur í Vestmannaeyjum á sér fastan sess á Fiskideginum mikla á Dalvík sem nú stendur sem hæst. Búist er við allt að 40 þúsund gestum sem er ansi stór biti fyrir bæjarfélag sem telur um 2000 íbúa.

„Þetta gengur allt mjög vel og fínasta veður,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, Svarfdælingur, Dalvíkingur, Eyjamaður og Víkingur sem enn er ekki lentur eftir frábæran sigur sinna kvenna í bikarnum í gær. En þar eru fleiri Eyjamenn. Tók Atli Rúnar nokkrar myndir, m.a. af Grími kokk og Ástu Marý Ástvaldsdóttur, konu Gríms með Guðna forseta og Eyrúnu Sigþórsdóttur, sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar sem ólst upp í Vestmannaeyjum.

Í mbl.is segir Eyrún:  „Fiski­dag­ur­inn mikli er ein­stak­ur at­b­urður. Þá verða um tvö þúsund íbú­ar Dal­vík­ur­byggðar gest­gjaf­ar fyr­ir allt að 40 þúsund manns sem koma og njóta fisk­rétta og afþrey­ing­ar. Til sam­an­b­urðar þá sam­svar­ar þessi fjöldi því að Reykja­vík tæki á móti rúm­lega 2,8 millj­ón­um gesta á ein­um degi.

Það seg­ir sig sjálft að þetta er mikið af­rek fyr­ir ekki stærra sveit­ar­fé­lag. Þökk sé mikl­um fjölda sjálf­boðaliða sem leggja dag við nótt við und­ir­bún­ing sem og þeim styrkt­araðilum sem eru bak­hjarl­ar hátíðar­inn­ar. Á Fiski­dag­inn deila heima­menn sínu með gest­um sín­um; eng­inn þarf að greiða fyr­ir það sem er í boði á hátíðarsvæði Fiski­dags­ins mikla. Fiski­dag­ur­inn mikli efl­ir sjálfs­mynd íbú­anna og er mik­il­væg kynn­ing á menn­ingu byggðarlags sem bygg­ist að mestu á sjáv­ar­út­vegi.“

Ljósmyndir eru frá Atla Rúnari. Á efstu myndinni má sjá Eyrúnu, Ástu Maríu, Guðna forseta og Grím kokk. Á öðrum myndum er starfsfólk Gríms að störfum og löng biðröð fyrir framan básinn.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.