Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Friðrik Már, Theodór og Hannes hafa glatt marga með einlægum söng þar sem gleðin og vinskapurinn skín í gegn. Mynd Guðmundur Gíslason.

„Munurinn á Glacier Guys og Iceguys er að þeir hirða peninga á meðan við gefum peninga,“ segir Hanni harði, aðalsprautan í drengjabandinu Glacier Guys sem hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka túlkun á þekktum lögum. Ekki eru myndböndin síðri en allt er tekið upp í bíl fyrirtæk isins og sá harði að sjálfsögðu undir stýri.

Hanni harði, Hannes Gústafsson á og rekur fyrirtækið H.harði sem sérhæfir sig í dúka og flísalögn um. Með honum eru söngfuglarnir Theodór Sigurbjörnsson, einn harðasti hornamaður í sögu íslensks handbolta og Friðrik Már Sigurðsson sem sækir söng hæfileikana langt aftur í ættir. „Ég er í liðveislu hjá þeim og þeir í uppeldi hjá mér og þetta samband gengur frábærlega. Okkur þykir líka vænt um hvorn annan sem er ástæða þess að þetta gengur upp,“ segir Hanni þar sem við sitjum í höfuðstöðvum fyrir tækisins við Skvísusund. Flottasta króin í Sundinu og gæti verið hinn stórkostlegasti hljómleikasalur.

Viðtalið í heild í blaði Eyjafrétta í dag.

 

Nýjustu fréttir

Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.