Vegna viðgerða á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja í nótt sem leið er töluvert loft á neysluvatnskerfi Eyjamanna. Vatnið kemur gruggugt úr krönum en er drykkjarhæft. Margir íbúar Vestmannaeyja hafa sett sig í samband við HS veitur í Eyjum í dag vegna óhljóða í vatnslögnum. Í kjölfar viðgerðar á vatnsleiðslu til Eyja í nótt komst loft inn á kerfið og hefur það áhrif á rennsli vatnsins.