Í morgun hlupu nemendur við Grunnskóla Vestmannaeyja hið árlega Norræna Skólahlaup. Hlaupnir voru 3 km, hin svokallaði ÍBV-hringur.
Hlaupið var af stað frá Íþróttamiðstöðinni kl. 10:00 en þó ekki fyrr en Anna Lilja Sigurðardóttir var búin að hita hlauparana vel upp.
Foreldrum og starfsfólki var boðið að taka þátt í hlaupinu með nemendum og nýttu sér það einhverjir. Að hlaupi loknu fengu allir ávexti frá Krónunni.
Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984. Allir grunnskólar á Norðurlöndum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.
Markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst