Athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir seldi lungann úr 1,71% hluti sínum í Glitni á fimmtudaginn 25. eða föstudaginn 26. september korteri áður en bankinn var þjóðnýttur. Hún var sú eina af tuttugu stærstu hluthöfum bankans sem seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtingu. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem hefur verið helsti ráðgjafi Guðbjargar í viðskiptum á undanförnum árum, sagði í samtali við Vísi að tímasetningin væri hrein tilviljun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst