Guðrún í formannsslaginn
Guðrún Hafsteinsdóttir með stuðningsmönnum sínum á fundinum. Ljósmynd/aðsend

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tilkynnti á fundi í Salnum í Kópavogi í dag að hún bjóði sig fram til formennsku í flokknum á landsfundi sem fer fram 28. fe­brú­ar til 2. mars. Hún mun því taka slaginn við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir þingmann sem hafði áður tilkynnt framboð.

Fjölmennt var á fundinum og þakkaði Guðrún viðstöddum fyrir að mæta, sérstaklega þeim sem væru komnir langt að. Guðrún sagðist hafa fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram og hafi rætt við fjölda fólks sem hefði lýst yfir eindregngum vilja sínum til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná auknum styrk á ný og verða kjölfesta í íslenskum stjórnmálum.

Hún sagði flokkinn í vanda staddan og væri komin úr bílstjórasætinu í aftursætið í stjórnmálunum. Þessu ætluðu flokksmenn að breyta og því væri efnt til þessa fundar. Lykillinn að því væri að gera flokkinn aftur að breiðfylkingu borgaralegra afla með því að sækja í grunngildi flokksins.

„Við feng­um fyrr í vet­ur verstu kosn­ing­aniður­stöðu í sögu flokks­ins. Við erum ekki leng­ur í rík­is­stjórn og að sumu leyti erum við kom­in úr bíl­stjóra­sæt­inu í aft­ur­sætið í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þessu vilj­um við breyta. Þessu ætl­um við að breyta,“ sagði Guðrún, en tók þó sér­stak­lega fram að hún væri ekki að varpa rýrð á neinn, allra síst Bjarna Bene­dikts­son, frá­far­andi formann.

Guðrún fór um víðan völl í ræðu sinni en í lokin sagði hún frá því að á mánu­dag­inn muni hún hefja ferð sína í kring­um landið til þess að ræða við sjálf­stæðis­menn og skoraði hún á flokksmenn til þess að taka virk­an þátt í mál­efn­a­starfi flokks­ins í aðdrag­anda lands­fund­ar. Horfa má á upptöku frá fundinum hér að neðan.

Play Video

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.