Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suðurland og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. ágúst kl. 22:00 og gildir hún til 2. ágúst kl. 02:00.
Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverð rigning. Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Einnig snarpar vindhviður við fjöll, varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Á laugardag:
Gengur í sunnan 10-18 m/s, hvassast vestantil, og víða rigning með köflum. Rofar til á Norðausturlandi og dregur smám saman úr vindi. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 og skúrir, en að mestu bjart norðaustantil. Hægari um kvöldið og dregur úr vætu. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 og dálitlar skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.
Á þriðjudag:
Fremur hæg vestlæg átt og léttir til sunnan heiða, en áfram dálitlar skúrir fyrir norðan. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og dálitla vætu með köflum, en að mestu þurrt og bjart norðaustanlands. Hiti 10 til 16 stig.
Spá gerð: 31.07.2025 08:03. Gildir til: 07.08.2025 12:00.
Á morgun nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Vaxandi suðaustanátt, 8-15 m/s seinnipartinn og dálítil rigning með köflum, en að mestu bjart á norðaustanverðu landinu. Annað kvöld ganga skil frá lægðinni yfir landið. Þá hvessir á suðvestanverðu landinu, suðaustan 10-18 m/s þar og gular viðvaranir vegna vinds í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu fram á aðfaranótt laugardags. Þetta eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og tjöld geta fokið. Einnig er útlit fyrir talsverða úrkomu sunnan- og suðaustantil á landinu fram á laugardagsmorgun.
Á laugardag er útlit fyrir suðlæga átt, 8-15 m/s og rigningu með köflum, en síðdegis hvessir heldur vestanlands. Bjart með köflum á Norðausturlandi og dregur smám saman úr vindi austanlands þegar líður á daginn.
Á sunnudag snýst í suðvestan 5-13 m/s með skúrum, en áfram bjartara norðaustantil. Hægari og úrkomuminna á sunnudagskvöld.
Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Spá gerð: 31.07.2025 15:04. Gildir til: 02.08.2025 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst