Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í Vestmannaeyjum á síðasta degi vetrar. Aflinn var 85 tonn, meirihlutinn ýsa en einnig karfi. Rætt er við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvort ekki hefði gengið vel að fiska.
„Jú, það er ekki hægt að segja annað. Staðreyndin er sú að við þurftum að skammta okkur afla. Það þurfti að taka tillit til þess hve áhöfnin kæmi miklu í gegn. Það var einfaldlega mokveiði. Við hófum veiðar á Öræfagrunni og héldum síðan í Grindavíkurdýpið þar sem tekin voru þrjú karfahol. Það var töluvert langt fyrir okkur að fara að austan og vestureftir, en við vorum einungis í tvo sólarhringa að veiðum í túrnum,” segir Hjálmar Ólafur.
Samkvæmt öruggum heimildum er þetta í fyrsta sinn sem Gullver landar bolfiski í Vestmannaeyjum, en hins vegar landaði hann þar makríl þrisvar eða fjórum sinnum sumarið 2014. Þá var makríllinn veiddur í Skerjadýpinu, Grindavíkurdýpinu og á Selvogsbanka.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.