Gunnlaugur hættir í stjórn Ísfélagsins
DSC_6575
Gunn­laug­ur Sæv­ar Gunn­laugs­son, hér ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur, stærsta hluthafa Ísfélagsins. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Aðalfundur Ísfélagsins verður haldinn næstkomandi miðvikudag. Fimm hafa boðið sig fram til setu í aðal­stjórn fé­lags­ins og verður því sjálf­kjörið í stjórn­ina.

Athygli vekur að núverandi stjórn­ar­formaður,­ Gunn­laug­ur Sæv­ar Gunn­laugs­son gef­ur ekki kost á sér til áfram­hald­andi stjórn­ar­setu. Gunn­laug­ur Sæv­ar hef­ur átt sæti í stjórn­inni frá ár­inu 1991.

Sig­ríður Vala Hall­dórs­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Viðskiptaráði Íslands og fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og upp­lýs­inga­tækni hjá Sjóvá, tek­ur sæti í stjórn­inni í stað Gunn­laugs, en framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur allt að sjö menn í stjórn. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn.

Í kjöri til stjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir.

Nánar um aðalfund Ísfélagsins.

https://eyjar.net/53-milljarda-hagnadur-isfelagsins/

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.