Á síðasta fundi fræðsluráðs lá fyrir ósk um hækkun á skólamáltíðum Einsi kaldi, sem sér um skólamáltíðir fyrir skólana óskar eftir 4% hækkun á einingarverði skólamáltíðar.
Fræðsluráð samþykkir hækkunina fyrir sitt leyti. Vestmannaeyjabær greiðir sem fyrr 40% af kostnaði máltíða leikskólabarna og 15% af kostnaði máltíða barna í GRV. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2015.