Hærra verð og minni hiti
veitur_hs
Mikið hefur verið fjallað um hækkun á húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði enda hækkuðu HS Veitur gjaldskrá sína um 33% á einungis fjórum mánuðum. Eyjar.net/TMS

Í gær birti Eyjar.net verðsamanburð á vatni HS Veitna til annars vegar Vestmannaeyinga og hins vegar til íbúa á Suðurnesjum.

Þar var tiltekið að verðskráin væri án tillits til niðurgreiðslu Orkustofnunar. Það er hins vegar ekki rétt. Hið rétta er að þetta er verðið eftir niðurgreiðslu.

https://eyjar.net/slaandi-munur-a-verdskra/

Verðskráin í dag er 500 kr, í Vestmannaeyjum. Orkustofnun greiðir svo niður af því. Þá er rétt að geta þess að í verðskránni kemur fram að 180 krónurnar sem greitt er á Suðurnesjunum miðast við 80° heitt vatn frá dælustöð.

Ekki er þess getið í sama plaggi hvað hitastigið er frá dælustöð í Eyjum, en samkvæmt upplýsingum frá svæðisstjóra vatnssviðs hjá HS Veitum í Vestmannaeyjum er hitinn frá dælustöð í Eyjum 68-70°C yfir vetratímann og á köflum yfir sumartímann er hitinn frá dælustöð er 75-78°C.

Hér að neðan má sjá skjáskot úr gjaldskrá HS Veitna.

sudurnes_verdskr

heitt_vatn_eyjar
Skjáskot/úr verðskrá HS Veitna

Frekari umfjöllun um málið verður hér á Eyjar.net í dag og næstu daga.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.