Hætta skapaðist á gróðureldi
Litlu mátti muna í gær að gróðureldur britist úr í trjálundi ofan við Skansinn þegar það sem í upphafi átti að vera lítill sykurpúðavarðeldur byrjaði að fara úr böndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vsetmannaeyja.
Þarna er lítið eldstæði sem búið var að bæta helst til of miklu timbri á með þeim afleiðingum að nálægur gróður var farinn að loga. Þarna hefði getað farið mjög illa ef eldurinn hefði náð sér á strik í þurrum gróðrinum og mosanum hrauninu.
“Best er því að sleppa því alfarið að kveikja upp og þá sérstaklega í svona þurrkatíð eins og verið hefur síðasta mánuðinn en að öðrum kosti að hafa alltaf slökkvitæki eða vatn við hendina til að bregðast við og slökkva í áður en farið er af vettvangi. Einnig þarf að ganga úr skugga um að eldstæði og nánasta umhverfi sé tryggt og ekki sé hætta á að eldur geti borist í gróður eða aðra viðkvæma hluti,” segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.