Aðalfundur ÍBV – íþróttafélags verður haldinn fimmtudaginn 9. maí nk. Fyrir fundinum liggja almenn aðalfundarstörf, ársreikningur og stjórnarkjör.
Sæunn Magnúsdóttir er formaður aðalstjórnar. Hún segir – aðspurð um hvort fyrirhugaðar séu breytingar á stjórn félagsins – að hún hafi ekki fengið afdráttarlaus svör frá öllum stjórnarmönnum um það hvort þeir ætli að halda áfram.
„En ég hef tilkynnt aðalstjórn um að ég hafi ekki tök á því að halda áfram sem formaður félagsins.“
segir hún í samtali við Eyjar.net. Fram kom í auglýsingu á vef félagsins um helgina að framboð til aðalstjórnar skulu hafa borist til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist fyrir miðnætti þann 1. maí á ellert@ibv.is.
https://eyjar.net/adalfundi-ibv-frestad/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst